Giroud tryggði Chelsea dramatískan sigur á Rennes

Ísak Hallmundarson skrifar
Chelsea fagna sigri og sæti í 16-liða úrslitum.
Chelsea fagna sigri og sæti í 16-liða úrslitum. getty/Darren Walsh

Chelsea er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Rennes í Frakklandi.

Callum Hudson-Odoi kom Chelsea yfir á 22. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik.

Allt stefndi í 1-0 sigur Chelsea en á 85. mínútu jafnaði Sehrou Guirassy fyrir Rennes. Það var þó skamvinn gleði fyrir franska liðið því í uppbótartíma skoraði varamaðurinn Oliver Giroud fyrir Chelsea og tryggði þeim sigurinn og farseðil í 16-liða úrslitin. Rennes er hinsvegar í neðsta sæti riðilsins og á ekki lengur möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Á sama tíma vann Sevilla 2-1 útisigur á Krasnodar í Rússlandi og tryggði sér sömuleiðis sæti í 16-liða úrslitum.

Ivan Rakitic kom Sevilla yfir á 4. mínútu en Wanderson jafnaði metin á 56. mínútu fyrir Krasnodar.

Allt virtist stefna í jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma innsiglaði Munir El Haddadi sigur Sevilla og er spænska liðið komið í 16-liða úrslit líkt og Chelsea, einungis spurning hvort liðið endar í toppsæti riðilsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira