Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 15:15 Súlan sem um ræðir er í óbyggðum Utah og virðist hafa fundist fyrir tilviljun. Almannaöryggisstofnun Utah Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau) Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau)
Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira