Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 13:30 Jens Petter Hauge lyftir boltanum yfir Alex Meret, markvörð Napoli, og skorar sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Francesco Pecoraro Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.
Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45