Fótbolti

Albert byrjaði í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert í leik með AZ.
Albert í leik með AZ. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið fékk Emmen í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Bruno Martins Indi kom AZ Alkmaar yfir snemma leiks og reyndist það eina mark leiksins.

Alberti var skipt af velli á 78.mínútu en AZ Alkmaar er taplaust í fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. Liðið hinsvegar gert fimm jafntefli.

AZ Alkmaar í sjöunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.