Fótbolti

Gömlu United mennirnir á bak við sigur Inter en Andri Fannar ó­notaður vara­maður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sanches og Lukaku fagna í dag.
Sanches og Lukaku fagna í dag. Pier Marco Tacca/Getty

Fimm leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter vann 4-2 sigur á Torino í fjörugum leik, Roma hafði betur gegn Parma og Bologna vann mikilvægan útisigur á Sampdoria.

Inter lenti undir undir lok fyrri hálfleiks gegn Torino á heimavelli og staðan varð enn verri á 92. mínútu er gestirnir tvöfölduðu forystuna.

Alexis Sanchez minnkaði á 64. mínútu og hann lagði svo upp jöfnunarmarki á Romelu Lukaku á 67. mínútu. Lukaku skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu eftir 84 mínútur og fjórða markið gerði Lautaro Martinez á 90. mínútu eftir undirbúning Lukaku.

Inter er þar af leiðandi í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig en tveimur sætum ofar er Roma sem vann góðan 3-0 sigur á Parma á heimavelli. Henrikh Mkhitaryan lék á alls oddi og skoraði síðari tvö mörk Roma.

Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á bekknum hjá Bologna sem vann 2-1 sigur á Sampdoria á útivelli. Með sínum þriðja sigri á tímabilinu skaust Bologna upp í tólfta sæti deildarinnar.

Öll úrslit dagsins á Ítalíu:

Fiorentina - Benevento 0-1

Roma - Parma 3-0

Inter - Torino 4-2

Sampdoria - Bologna 1-2

Verona - Sassuolo 0-2
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.