Fótbolti

Besti ungi leikmaður Evrópu kemur frá Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland. VÍSIR/GETTY

Norska markamaskínan Erling Braut Haaland er besti ungi leikmaður Evrópu þetta árið en það eru stærstu fjölmiðlar heims sem standa að valinu.

Ítalski fjölmiðillinn Tuttosport heldur utan um kosninguna en aðeins koma leikmenn 21 árs og yngri til greina. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003 þegar Rafael van der Vaart vann þau en á meðal leikmanna sem hafa hlotið þessa nafnbót ber helsta að nefna Wayne Rooney, Lionel Messi, Sergio Aguero og Kylian Mbappe.

Haaland átti stórkostlegt ár en hann var keyptur til þýska stórliðsins Borussia Dortmund í upphafi árs eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir RB Salzburg.

Hann hefur haldið áfram að raða inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 27 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið.

20 leikmenn komu til greina í ár.

Mitchel Bakker, Paris Saint-Germain 

Eduardo Camavinga, Rennes

Jonathan David, Lille

Alphonso Davies, Bayern Munich

Sergino Dest, Ajax

Fabio Silva, Wolves

Ansu Fati, Barcelona

Phil Foden, Manchester City

Ryan Gravenberch, Ajax

Mason Greenwood, Manchester United

Erling Haaland, Borussia Dortmund

Callum Hudson-Odoi, Chelsea

Dejan Kulusevski, Juventus

Rodrygo Goes, Real Madrid

Bukayo Saka, Arsenal

Jadon Sancho, Borussia Dortmund

Dominik Szoboszlai, FC Salzburg

Sandro Tonali, AC Milan

Ferran Torres, Manchester City

Vinicius Junior, Real Madrid
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.