Fótbolti

Pukki skaut Norwich á toppinn - Jón Daði spilaði korter

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Middlesbrough v Norwich City - Sky Bet Championship - Riverside Stadium Norwich City's Teemu Pukki scores from the spot during the Sky Bet Championship match at the Riverside Stadium, Middlesbrough. (Photo by Richard Sellers/PA Images via Getty Images)
Middlesbrough v Norwich City - Sky Bet Championship - Riverside Stadium Norwich City's Teemu Pukki scores from the spot during the Sky Bet Championship match at the Riverside Stadium, Middlesbrough. (Photo by Richard Sellers/PA Images via Getty Images) vísir/Getty

Tólftu umferð ensku B-deildarinnar í fótbolta lauk í dag með ellefu leikjum og er baráttan á toppnum ansi jöfn til að byrja með.

Finnski markahrókurinn Teemu Pukki tryggði Norwich 0-1 útisigur á Middlesbrough sem færði Norwich toppsæti deildarinnar en Bournemouth, sem er í 2.sæti, vann sinn leik fyrr í dag gegn Reading, 4-2.

Wayne Rooney er spilandi þjálfari botnliðs Derby County um þessar mundir en honum tókst ekki að smíða sigur gegn Bristol City þar sem Bristol vann 1-0 sigur.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson spilaði síðustu 15 mínúturnar og nældi sér í gult spjald þegar lið hans, Millwall, gerði 1-1 jafntefli við Cardiff City.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.