Meistararnir rúlluðu þægilega yfir Leicester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leikmenn Leicester réðu ekkert við Diogo Jota.
Leikmenn Leicester réðu ekkert við Diogo Jota. vísir/Getty

Lemstrað lið Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með Leicester í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í kvöld.

Það var reyndar Jonny Evans, varnarmaður Leicester, sem kom Liverpool á bragðið þegar hann skallaði hornspyrnu Andrew Robertson í eigið net. Skelfileg mistök hjá þessum reynda varnarmanni.

Hinn sjóðheiti Diogo Jota tvöfaldaði forystu Liverpool skömmu fyrir leikhlé.

Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti að bíða þar til á 86.mínútu eftir þriðja markinu.

Það gerði Roberto Firmino þegar hann skallaði hornspyrnu James Milner í netið.

Afar sannfærandi sigur meistaranna sem eru í 2.sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og topplið deildarinnar, Tottenham.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.