Tíu Arsenal menn héldu jöfnu gegn Leeds

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pepe rekinn af velli.
Pepe rekinn af velli. vísir/Getty

Arsenal heimsótti nýliða Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag en bæði lið voru um miðja deild þegar kom að leiknum í dag. 

Fyrri hálfleikur var markalaus þó bæði lið hafi fengið ágætis sóknarmöguleika.

Nicolas Pepe fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal í dag og sá nýtti tækifærið hörmulega því hann lét reka sig af velli á 52.mínútu fyrir að hafa skallað Ezgjan Alioski. Afleit hegðun hjá Fílbeinsstrendingnum.

Einum færri lögðust Arsenal menn í skotgrafirnar og beittu skyndisóknum. Bæði lið fengu fín færi til að gera út um leikinn en allt kom fyrir ekki og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Arsenal í 11.sæti deildarinnar með 13 stig eftir níu leiki en Leeds hefur tveimur stigum minna í 14.sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.