Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:24 Ólafur Samúelsson, formaður Félags íslenskra öldrunarlækna. Vísir/vilhelm Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53