Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:31 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01