Enski boltinn

Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikel Arteta leitaði í smiðju síns gamla lærimeistara þegar hann var spurður út í slagsmál á æfingu Arsenal.
Mikel Arteta leitaði í smiðju síns gamla lærimeistara þegar hann var spurður út í slagsmál á æfingu Arsenal. getty/Andy Rain

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, kippti sér lítið upp við slagsmál Davids Luiz og Danis Ceballos á æfingu liðsins fyrir viku.

Ceballos tæklaði Luiz í leik á æfingunni og Brasilíumaðurinn brást ókvæða við og sló þann spænska. Leikmennirnir voru báðir sendir heim og látnir biðja hvorn annan afsökunar.

Þegar Arteta var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í dag leitaði hann í smiðju síns gamla knattspyrnustjóra hjá Arsenal, Arsene Wenger, og sagðist ekki hafa séð atvikið.

„Svona lagað er útkljáð á staðnum og það eru engin vandamál. Ég á erfitt með að sjá svona langt í burtu,“ sagði Arteta.

Arsenal er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig. Næsti leikur liðsins er gegn Leeds United á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.