Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 16:33 Svifriksmælar á Grensásvegi Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður. Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður.
Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira