Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2020 12:40 Bóndinn og vélvirkinn í Svartárkoti, Hlini Jón Gíslason, við fyrsta bílinn sem hann eignaðist, Saab 96, árgerð 1974. Arnar Halldórsson Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum: Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum:
Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14