Grýtt leið Íslands að HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 09:31 Íslenska landsliðið byrjar og endar undankeppni HM á útivelli. Getty/Laszlo Szirtesi Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022. HM 2022 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022.
Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira