Grýtt leið Íslands að HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 09:31 Íslenska landsliðið byrjar og endar undankeppni HM á útivelli. Getty/Laszlo Szirtesi Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022. HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022.
Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira