Grýtt leið Íslands að HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 09:31 Íslenska landsliðið byrjar og endar undankeppni HM á útivelli. Getty/Laszlo Szirtesi Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022. HM 2022 í Katar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022.
Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira