Erlent

Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Höfuðstöðvar lögreglunnar voru þaktar málningu í nótt.
Höfuðstöðvar lögreglunnar voru þaktar málningu í nótt. Peerapon Boonyakiat/Getty Images

Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok og ríkti í raun umsátursástand á svæðinu.

Fólkið er óánægt með þá ákvörðun stjórnvalda að hafna stjórnarskrárbreytingum í landinu og þá hefur lögregla verið sökuð um að beita mótmælendur harðræði. Margir mættu með málningu til mótmælanna í nótt og var henni skvett á lögreglustöðina í miklu magni.

Lögreglumenn lokuðu sig af inni í höfuðstöðvunum og skárust ekki í leikinn. Mikil reiði er í landinu eftir mótmæli þriðjudagsins þar sem um fjörutíu mótmælendur særðust í átökum við lögregu.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér

Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum.

Lýsir yfir neyðar­á­standi vegna mót­mæla í Bang­kok

Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.