Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:25 Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. Gert er ráð fyrir að sótt verði um neyðarleyfi fyrir efninu á næstu dögum. Niðurstöðurnar eru í takt við bráðabirgðaniðurstöður sem Pfizer kynnti í síðustu viku, fyrst lyfjafyrirtækja sem standa að þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þær niðurstöður gáfu til kynna að efnið veitti 90 prósent vörn, sem þótti framar vonum. Í tilkynningu frá Pfizer í dag segir eins og áður kom fram að vörn gegn veirunni mælist 95 prósent 28 dögum eftir fyrsta skammt. Metnir voru 170 einstaklingar sem veiktust, þar af höfðu 162 fengið lyfleysu en átta bóluefnið. Þá er virknin sögð sú sama þvert á aldurshópa, kyn og kynþátt. Vörn hjá eldri en 65 ára mældist 94 prósent. Enn fremur segir í tilkynningu að bóluefnið sé öruggt. Einu merkjanlegu aukaverkanirnar hafi verið þreyta í 3,8 prósent tilvika og höfuðverkur í 2 prósent tilvika. Öryggisviðmið Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) til að sækja um neyðarleyfi fyrir efninu hafi jafnframt verið uppfyllt. Pfizer kveðst nú stefna að því að sækja um slíkt leyfi til FDA á allra næstu dögum. Líkt og áður hefur komið fram er framleiðslugeta Pfizer um 50 milljón skammtar á þessu ári. Fyrirtækið kveðst geta framleitt 1,3 milljarða skammta til viðbótar á næsta ári og væntir þess að geta dreift efninu um allan heim. Bóluefni Pfizer er gefið í tveimur skömmtum. Geyma þarf efnið við 70 til 80 stiga frost. Bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna tilkynnti nú í vikunni að bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni veiti 95 prósent vörn. Pfizer og Moderna eru komin lengst þeirra fyrirtækja sem þróað hafa bóluefni undanfarna mánuði. Bæði efnin eru svokölluð RNA-bóluefni og þróuð á svipaðan máta. Íslandi er tryggt aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem þegar hefur undirritað samning við fjóra framleiðendur, þ. á m. Pfizer/BioNTech.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12 Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17
Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. 17. nóvember 2020 08:12
Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32