Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 16:30 Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tóku við landsliðinu haustið 2018 og hafa því stýrt því í rúmlega tvö ár. Síðasti leikur þeirra saman með liðið er í kvöld. vísir/vilhelm „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. Hamrén tilkynnti á laugardaginn að hann myndi hætta sem þjálfari íslenska landsliðsins. Lokaleikur þeirra Freys saman með liðið verður gegn Englandi á Wembley í kvöld, og það gæti sömuleiðis orðið síðasti landsleikur Kára sem verður með fyrirliðabandið. „Fótboltinn er eins og hann er og svona gerist. Við erum allir á þeim vagni að klára þetta almennilega fyrir þá [Hamrén og Frey], og skila vonandi sigri og þremur stigum í hús fyrir þá,“ segir Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Kári sagði á fréttamannafundi í gær að hann teldi gagnrýni á störf Hamréns og Freys hafa verið ómaklega. Leikmenn væru að minnsta kosti ánægðir með þeirra störf: „Já, við erum það. Auðvitað viljum við komast á EM, einföldu leiðina í gegnum riðilinn. En ef þú sérð hvernig hann spilast, og hvað okkur vantaði mörg stig til að komast á EM, við hefðum þurft 24-25 stig sem hefur aldrei tekist hjá íslenska landsliðinu, þá er þetta mjög erfitt og ekkert má fara úrskeiðis,“ segir Kári. Vissum að við værum með Tyrki í vasanum Hann kveðst alltaf hafa verið sannfærður um að Ísland myndi fá fleiri stig en Tyrkland úr innbyrðis leikjum liðanna í undankeppni EM, sem gekk eftir, en Tyrkir náðu í fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka og komust á EM. „Í öllum þessum riðlum sem við höfum spilað þá er eitthvað sem kemur manni á óvart. Það var Albanía á útivelli núna, Finnland á útivelli þar áður, en svo dettur þetta stundum manni í vil líka. Finnland náði jafntefli við Króatíu í undankeppni HM en núna fór þetta öfugt og Tyrkland náði jafntefli og sigri gegn Frökkum. Við vissum að við værum með Tyrki í vasanum og að ef þetta snerist um innbyrðis úrslit gegn þeim myndum við fara áfram. En svo er líka mikið af meiðslum, þetta er erfitt og við töpum á síðustu sekúndunum á móti Frakklandi með klaufalegu víti. Það var margt mjög gott í þessu,“ segir Kári, sem eins og fyrr segir er ánægður með störf Hamréns og Freys: „Þetta er náttúrulega leikur skoðana og það hafa allir rétt á sinni skoðun. Ég fæ ekki borgað fyrir að koma með mínar skoðanir, en ég veit samt nokkurn veginn hvað ég er að tala um.“ Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um kveðjustund Hamréns og Freys Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. 17. nóvember 2020 22:30 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
„Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. Hamrén tilkynnti á laugardaginn að hann myndi hætta sem þjálfari íslenska landsliðsins. Lokaleikur þeirra Freys saman með liðið verður gegn Englandi á Wembley í kvöld, og það gæti sömuleiðis orðið síðasti landsleikur Kára sem verður með fyrirliðabandið. „Fótboltinn er eins og hann er og svona gerist. Við erum allir á þeim vagni að klára þetta almennilega fyrir þá [Hamrén og Frey], og skila vonandi sigri og þremur stigum í hús fyrir þá,“ segir Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Kári sagði á fréttamannafundi í gær að hann teldi gagnrýni á störf Hamréns og Freys hafa verið ómaklega. Leikmenn væru að minnsta kosti ánægðir með þeirra störf: „Já, við erum það. Auðvitað viljum við komast á EM, einföldu leiðina í gegnum riðilinn. En ef þú sérð hvernig hann spilast, og hvað okkur vantaði mörg stig til að komast á EM, við hefðum þurft 24-25 stig sem hefur aldrei tekist hjá íslenska landsliðinu, þá er þetta mjög erfitt og ekkert má fara úrskeiðis,“ segir Kári. Vissum að við værum með Tyrki í vasanum Hann kveðst alltaf hafa verið sannfærður um að Ísland myndi fá fleiri stig en Tyrkland úr innbyrðis leikjum liðanna í undankeppni EM, sem gekk eftir, en Tyrkir náðu í fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka og komust á EM. „Í öllum þessum riðlum sem við höfum spilað þá er eitthvað sem kemur manni á óvart. Það var Albanía á útivelli núna, Finnland á útivelli þar áður, en svo dettur þetta stundum manni í vil líka. Finnland náði jafntefli við Króatíu í undankeppni HM en núna fór þetta öfugt og Tyrkland náði jafntefli og sigri gegn Frökkum. Við vissum að við værum með Tyrki í vasanum og að ef þetta snerist um innbyrðis úrslit gegn þeim myndum við fara áfram. En svo er líka mikið af meiðslum, þetta er erfitt og við töpum á síðustu sekúndunum á móti Frakklandi með klaufalegu víti. Það var margt mjög gott í þessu,“ segir Kári, sem eins og fyrr segir er ánægður með störf Hamréns og Freys: „Þetta er náttúrulega leikur skoðana og það hafa allir rétt á sinni skoðun. Ég fæ ekki borgað fyrir að koma með mínar skoðanir, en ég veit samt nokkurn veginn hvað ég er að tala um.“ Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um kveðjustund Hamréns og Freys
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. 17. nóvember 2020 22:30 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Ísland mun eiga stað i hjarta Hamrén sem tók ákvörðunina um að hætta fyrir þónokkru síðan Erik Hamrén, sem stýrir sínum síðasta leik með íslenska landsliðið annað kvöld, mun bera góðar tilfinningar til Íslands og þakkar starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir samvinnuna. 17. nóvember 2020 22:30
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58