Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Guðni Bergsson þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara fyrir karlalandsliðið í annað skiptið sem formaður KSÍ. Vísir/Daníel Þór Erik Hamrén stýrir íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Englandi á Wembley. Leitin af næsta landsliðsþjálfara er því hafin hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hinn sænski Erik Hamrén tilkynnti það fyrir leikinn á móti Dönum að hann myndi hætta með íslenska karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Síðasti leikurinn í Þjóðadeildinni er í kvöld og næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er síðan undankeppni HM í mars með nýjan landsliðsþjálfara. Fréttablaðið kafaði aðeins ofan í það hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, sem blaðið segir að liggi undir feldi í grein í blaðinu í dag. Guðni hefur sagt að einhver nöfn séu komin fram í leit sambandsins að næsta þjálfara en að næstu vikur muni síðan fara í það að finna fleiri nöfn. Búast megi við að nýr þjálfari verði kynntur einhvern tímann í desember. Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga sem lifa og hrærast í knattspyrnuheiminum til að nefna þeirra fyrsta kost í starfið og hjálpa þar með Guðna við það að setja saman óskalistann sinn. Hér fyrir neðan má sjá mjög stutta útgáfu af svörum þessara fótboltahausa en heildarsvör hvers og eins má finna með því að smella hér. Hver á að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Heimir Hallgrímsson eða Freyr Alexandersson Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari Augnabliks: Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hjá Dr. football: Rúnar Kristinsson Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings: Heimir Guðjónsson Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn: Heimir Guðjónsson Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fotbolti.net: Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson eða Heimir Guðjónsson Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV: Heimir Hallgrímsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV: Freyr Alexandersson Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis: Morten Olsen Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari yngri flokka hjá HK: Arnar Þór Viðarsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals: Rúnar Kristinsson eða Chris Coleman Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar: Þjálfari frá Norðurlöndum Arnar Grétarsson, þjálfari KA: Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur: Heimir Hallgrímsson eða Rúnar Kristinsson. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: Heimir Hallgrímsson Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikmaður Djurgården og landsliðskona: Freyr Alexandersson KSÍ Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Erik Hamrén stýrir íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Englandi á Wembley. Leitin af næsta landsliðsþjálfara er því hafin hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hinn sænski Erik Hamrén tilkynnti það fyrir leikinn á móti Dönum að hann myndi hætta með íslenska karlalandsliðið eftir að liðinu mistókst að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Síðasti leikurinn í Þjóðadeildinni er í kvöld og næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er síðan undankeppni HM í mars með nýjan landsliðsþjálfara. Fréttablaðið kafaði aðeins ofan í það hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, sem blaðið segir að liggi undir feldi í grein í blaðinu í dag. Guðni hefur sagt að einhver nöfn séu komin fram í leit sambandsins að næsta þjálfara en að næstu vikur muni síðan fara í það að finna fleiri nöfn. Búast megi við að nýr þjálfari verði kynntur einhvern tímann í desember. Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga sem lifa og hrærast í knattspyrnuheiminum til að nefna þeirra fyrsta kost í starfið og hjálpa þar með Guðna við það að setja saman óskalistann sinn. Hér fyrir neðan má sjá mjög stutta útgáfu af svörum þessara fótboltahausa en heildarsvör hvers og eins má finna með því að smella hér. Hver á að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Heimir Hallgrímsson eða Freyr Alexandersson Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari Augnabliks: Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hjá Dr. football: Rúnar Kristinsson Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings: Heimir Guðjónsson Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn: Heimir Guðjónsson Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fotbolti.net: Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson eða Heimir Guðjónsson Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV: Heimir Hallgrímsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV: Freyr Alexandersson Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis: Morten Olsen Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari yngri flokka hjá HK: Arnar Þór Viðarsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals: Rúnar Kristinsson eða Chris Coleman Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar: Þjálfari frá Norðurlöndum Arnar Grétarsson, þjálfari KA: Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur: Heimir Hallgrímsson eða Rúnar Kristinsson. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: Heimir Hallgrímsson Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikmaður Djurgården og landsliðskona: Freyr Alexandersson
Hver á að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Símanum Sport: Heimir Hallgrímsson eða Freyr Alexandersson Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari Augnabliks: Rúnar Kristinsson eða Heimir Guðjónsson Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur hjá Dr. football: Rúnar Kristinsson Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings: Heimir Guðjónsson Ingvi Þór Sæmundsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn: Heimir Guðjónsson Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fotbolti.net: Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson eða Heimir Guðjónsson Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV: Heimir Hallgrímsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV: Freyr Alexandersson Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis: Morten Olsen Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari yngri flokka hjá HK: Arnar Þór Viðarsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals: Rúnar Kristinsson eða Chris Coleman Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar: Þjálfari frá Norðurlöndum Arnar Grétarsson, þjálfari KA: Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur: Heimir Hallgrímsson eða Rúnar Kristinsson. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is: Heimir Hallgrímsson Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikmaður Djurgården og landsliðskona: Freyr Alexandersson
KSÍ Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira