Innlent

„Heyrir til undan­tekninga að sjúkra­flutningar séu undir 100“

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi seinna umferðarslyssins í Ártúnsbrekku um miðjan dag í gær.
Frá vettvangi seinna umferðarslyssins í Ártúnsbrekku um miðjan dag í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Álag á slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að aukast og það nú þannig að það heyri til undantekninga að sjúkraflutningar séu undir hundrað á sólarhring.

Frá þessu segir í tilkynningu á Facebook-síðu slökkviliðsins þar sem segir að það hafi verið 112 sjúkraflutningar þar á bæ síðasta sólarhringinn, þar af þrjátíu forgangsverkefni og átta Covid-flutningar.

„Dælubílar voru kallaðir út 8 sinnum síðasta sólahring, þurfti slökkvilið að sinna tveimur umferðarslysum og í öðru þurfti að beita klippum, vatnstjón í miðborginni og svo var eldur í íbúð í Úlfarsárdal,“ segir í tilkynningunni þar sem verið er að vísa í tvö umferðarslys í Ártúnsbrekku um miðjan dag í gær.

„Munum eftir að fara varlega og notum persónuvarnir stöndum saman og verum góð hvert við annað, við erum hér fyrir ykkur – farið varlega,“ eru svo skilaboðin frá slökkviliði.


Tengdar fréttir

Á­rekstur í Ár­túns­brekku

Árekstur varð í Ártúnsbrekku á leið til austurs um hádegisbil í dag. Miklar biðraðir hafa myndast vegna þessa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.