Fótbolti

Fjöl­skylda Zinchenko fékk líf­láts­hótanir eftir tapið gegn Þýska­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zinchenko í leiknum á laugardaginn.
Zinchenko í leiknum á laugardaginn. Maja Hitij/Getty Images

Oleksandr Zinchenko, leikmaður Man. City og úkraínska landsliðsins, segir að fjölskyldu hans hafi borist líflátshótanir eftir mistök hans í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi á dögunum í Þjóðadeildinni.

Zinchenko, sem leikur vanalega sem vinstri bakvörður hjá Man. City, var í stöðu miðjumanns í landsleiknum á dögunum. Hann missti boltann illa til Leon Goretzka áður en Leroy Sane kom boltanum í netið.

Stuðningsmenn Úkraínu voru allt annað sáttir við Zinchenko en Úkraínumenn eru að berjast við að falla ekki niður úr A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Að lesa allan skítinn sem fólk segir við mig og fjölsyldu mína eftir leikinn í gær, sannfærir mig enn eina ferðina um hvaða fólk er til og hvernig þau styðja við liðið,“ skrifaði Zinchenko á Instagram síðu sína.

„Að tapa boltanum á vallarhelmingi mótherjans þá óskar fólk þér og fjölskyldu þinni dauða. Ég tek ábyrgð á tapinu og það er úrslitaleikur framundan. Standið með liðinu.“

Síðar meir hefur svo úrslitaleikurinn sem Zinchenko ræddi um, gegn Sviss í kvöld, verið frestað vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×