Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 15:41 Eþíópískir flóttamenn í Qadarif-héraði í austanverðu Súdan. Þeir hafa flúið hörð átök í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu. AP/Marwan Ali Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð. Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð.
Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira