Erlent

Þrír hand­teknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í Berlín í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu í Berlín í morgun. EPA

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden (þ. Grünes Gewölbe), einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári.

Þrímenningarnir voru handteknir í Berlín í morgun og eru sakaðir um að stela vel á annan tug demanta og gimsteina að verðmæti fleiri milljónum evra.

Ránið vakti mikla athygli í Þýskalandi á síðasta ári, en á safninu eru sum herbergjanna skreytt malakít-grænni málningu. Er það til húsa í Residenzschloss sem var gegndi hlutverki konungshallar á sínum tíma. 

Ágúst hinn sterki, sem réð yfir Saxlandi á átjándu öld, kom safninu á fót árið 1723 og er um að ræða eitt elsta safn í heimi,

BBC segir að nærri 1.600 lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum í morgun, en húsleit var gerð á fjölmörgum stöðum í Berlín og víðar í tengslum við rannsókn málsins. Eru hinir grunuðu taldir tengjast alræmdum glæpahring í Berlín.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×