Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 16:12 Skjáskot úr myndbandinu sem hefur verið í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. Um er að ræða tveggja og hálfs mínútna langt myndband þar sem karlmaðurinn, sem er lærður í bardagaíþróttum hvar hann hefur unnið til verðlauna, virðist refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Svo virðist sem árásarmaðurinn telji þann yngri vera að dreifa ósönnu slúðri um konu árásarmannsins og föður þess yngri, dæmdan fíkniefnainnflytjanda. Biður um vægð Sá yngri biður árásarmanninn endurtekið um að láta af spörkum sínum og höggum sem mörg hver eru beint í höfuð mannsins. Þriðji aðili tekur allt upp á síma og segir árásarmaðurinn á einum tímapunkti ákveðinn: „Þetta myndband fer á netið!“. Þá segir hann tökumanninum að nauðga yngri karlmanninum, fara inn á klósett og „ríða honum í rassinn“ - eins og árásarmaðurinn kemst að orði. Á Facebook-síðu árásarmannsins má sjá annað nýlegt myndband þar sem hann er að berjast ber að ofan við karlmann úti á götu. Af fullum þunga í handtökur í slíkum málum Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn í gær. Aðilar í málinu hafi verið yfirheyrðir og málið sé til skoðunar. „Við förum í fullan þunga í að handtaka geranda í slíkum málum,“ sagði Guðmundur Páll við Fréttablaðið í gær sem fyrst greindi frá málinu. Aðspurður hvort gerð verði krafa til árásarmannsins að hann taki myndbandið úr birtingu segir Guðmundur Páll málið í skoðun. Deilur karlmannanna tveggja hafa haldið áfram á Facebook í morgun. Þannig heldur sá yngri áfram að birta myndir og myndbönd og ögra árásarmanninum. Segist hann varla vera með skrámu og hvetur árásarmanninn til að koma einan næst þegar hann vilji ráðast á sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira