Fótbolti

„Fyrir mér væri fyrsta, annað og þriðja símtalið til Katar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Hallgrímsson er fyrsti kostur Atla Viðars Björnssonar í starf landsliðsþjálfara Íslands.
Heimir Hallgrímsson er fyrsti kostur Atla Viðars Björnssonar í starf landsliðsþjálfara Íslands. vísir/vilhelm

Atli Viðar Björnsson segir að Heimir Hallgrímsson eigi að vera fyrsti kostur Knattspyrnusambands Íslands sem næsti þjálfari karlalandsliðsins.

Heimir starfaði lengi fyrir KSÍ, fyrst aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Lagerbäck og tók svo einn við landsliðinu eftir EM 2016. Undir stjórn Heimis komst Ísland á HM í fyrsta sinn. Hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Í dag er Heimir þjálfari Al-Arabi í Katar.

„Fyrir mér væri fyrsta, annað og væntanlega þriðja símtalið til Katar. Hvernig er staðan á Heimi Hallgrímssyni? Hefur hann einhvern áhuga á að koma heim aftur, byrja þessa uppbyggingu og taka aftur við liðinu?“ sagði Atli Viðar þegar þeir Kjartan Atli Kjartansson og Davíð Þór Viðarsson veltu vöngum yfir mögulegum eftirmönnum Eriks Hamrén sem hættir sem landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

„Ég geri ekki ráð fyrir að Heimir segi já í fyrsta símtali og þess vegna segi ég að annað og þriðja símtal eigi að vera til hans og reyna að sannfæra hann um að hann sé maðurinn í starfið.“

Ísland tapaði 2-1 fyrir Danmörku í næstsíðasta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Íslendingar hafa tapað öllum leikjum sínum í Þjóðadeildinni og eru fallnir niður í B-deild hennar.

Klippa: Vill fá Heimi aftur

Tengdar fréttir

Hamrén: Viðar hlustaði á mig

Svíinn kvaðst stoltur af íslenska landsliðinu þrátt fyrir tapið fyrir því danska á Parken í kvöld.

Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti

„Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken

Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×