Hamrén: Viðar hlustaði á mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:04 Erik Hamrén á hliðarlínunni á Parken í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Dönum, 2-1, var Erik Hamrén ánægður með frammistöðu Íslendinga í leiknum á Parken í kvöld. „Ég er stoltur af frammistöðunni, sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks vegna ódýrrar vítaspyrnu. Við lögðum hart að okkur og þurftum að gera það því Danir voru miklu meira með boltann,“ sagði Hamrén eftir leik. Hann segist hafa breytt áherslum íslenska liðsins aðeins í hálfleik. „Við vildum vera þéttari í pressunni. Framan af vorum við of langt frá þeim. Vorum þéttari í seinni hálfleik og Danir notuðu fleiri langar sendingar og okkur gekk betur að vinna boltann.“ Hamrén gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu sára fyrir Ungverjalandi á fimmtudaginn og breytti líka um leikkerfi. „Við vorum með átta nýja leikmenn því við þurftum þess. Ég er ánægður með alla, þeir sýndu að þeir vilja spila. Við reyndum að spila í fyrri hálfleik en Danir voru góðir,“ sagði Hamrén sem hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni sem skoraði mark Íslands. „Ég sagði við Viðar að leggja hart að sér, skora og hann hlýddi mér,“ sagði Svíinn kankvís. Þetta var næstsíðasti leikur Hamréns með íslenska landsliðið. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið í Búdapest. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með. Þeir eru með ótrúlegt hugarfar. Þetta voru erfiðir tveir dagar. Við vorum mjög niðurdregnir,“ sagði Hamrén sem kveður íslenska landsliðið gegn Englandi á miðvikudaginn. „Þú gætir hætt á verri velli. Wembley er magnaður leikvangur. Vonandi náum við aftur orku. Við hefðum átt að fá stig gegn Englandi og aftur í kvöld.“ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Í beinni: Breiðablik - Þróttur R. | Toppslagur í Kópavogi Í beinni: Valur - FHL | Botnliðið á Hlíðarenda Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Í beinni: Vllaznia - Víkingur | Barist í Albaníu Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Dönum, 2-1, var Erik Hamrén ánægður með frammistöðu Íslendinga í leiknum á Parken í kvöld. „Ég er stoltur af frammistöðunni, sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks vegna ódýrrar vítaspyrnu. Við lögðum hart að okkur og þurftum að gera það því Danir voru miklu meira með boltann,“ sagði Hamrén eftir leik. Hann segist hafa breytt áherslum íslenska liðsins aðeins í hálfleik. „Við vildum vera þéttari í pressunni. Framan af vorum við of langt frá þeim. Vorum þéttari í seinni hálfleik og Danir notuðu fleiri langar sendingar og okkur gekk betur að vinna boltann.“ Hamrén gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu sára fyrir Ungverjalandi á fimmtudaginn og breytti líka um leikkerfi. „Við vorum með átta nýja leikmenn því við þurftum þess. Ég er ánægður með alla, þeir sýndu að þeir vilja spila. Við reyndum að spila í fyrri hálfleik en Danir voru góðir,“ sagði Hamrén sem hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni sem skoraði mark Íslands. „Ég sagði við Viðar að leggja hart að sér, skora og hann hlýddi mér,“ sagði Svíinn kankvís. Þetta var næstsíðasti leikur Hamréns með íslenska landsliðið. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið í Búdapest. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með. Þeir eru með ótrúlegt hugarfar. Þetta voru erfiðir tveir dagar. Við vorum mjög niðurdregnir,“ sagði Hamrén sem kveður íslenska landsliðið gegn Englandi á miðvikudaginn. „Þú gætir hætt á verri velli. Wembley er magnaður leikvangur. Vonandi náum við aftur orku. Við hefðum átt að fá stig gegn Englandi og aftur í kvöld.“
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Í beinni: Breiðablik - Þróttur R. | Toppslagur í Kópavogi Í beinni: Valur - FHL | Botnliðið á Hlíðarenda Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Í beinni: Vllaznia - Víkingur | Barist í Albaníu Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sjá meira