Fótbolti

Gamli Barcelona og Liverpool maðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Mascherano fagnar hér sigri í Meistaradeildinni með Barcelona árið 2015 en með honum á myndinni eru meðal annars þeir Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez.
Javier Mascherano fagnar hér sigri í Meistaradeildinni með Barcelona árið 2015 en með honum á myndinni eru meðal annars þeir Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez. Getty/Laurence Griffiths

Argentínski knattspyrnumaðurinn Javier Mascherano hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum.

Javier Mascherano tilkynnti það í heimalandi sínu í gær að hann hefði ákveðið að setja fótboltaskóna upp á hillu.

Mascherano spilaði bæði með Barcelona og Liverpool á sínum ferli og átti sérstaklega góð ár hjá Barcelona.

Hann er einnig leikjahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi eftir að hafa bætt leikjamet Javier Zanetti.

„Ég tilkynni það hér með að ég er hættur sem atvinnumaður í fótbolta. Ég vil þakka þessum klúbb fyrir að gefa mér tækifærið að enda ferilinn í Argentínu,“ sagði Javier Mascherano

Eftir að hafa spilað með Liverpool frá 2007 til 2010 þá fór hann til Barcelona þar sem hann átti átta góð ár.

Mascherano vann Meistaradeildina tvisvar og spænsku deildina fimm sinnum á þessum átta árum hjá Barcelona.

Mascherano spilaði með West Ham tímabilið 2006-07 en fór þaðan til Liverpool. Mascherano hjálpaði Liverpoolað komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007 þar sem liðið varð að sætta sig við tap.

Eftir árin með Barcelona þá spilaði hann í Kína áður en hann kom heim til Argentínu. Hann spilaði á sínum tíma 147 landsleiki fyrir Argentínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.