Erlent

Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Geimfararnir eru reiðubúnir til brottfarar en um 50% líkur eru á hagstæðu veðri.
Geimfararnir eru reiðubúnir til brottfarar en um 50% líkur eru á hagstæðu veðri. epa/CJ Gunther

Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug.

Til stóð að ferðin hæfist í gærkvöldi en skotinu var frestað vegna veðurs.

Samkvæmt áætlunum verða sjö geimför SpaceX send til ISS á næstu 15 mánuðum en um er að ræða bæði mannaðar ferðir og birgðasendingar.

Falcon-Dragon dúóinu verður skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni. Skotið þarf að eiga sér stað á nákvæmlega réttum tíma til að rata að geimstöðinni sem er á sporbraut um jörðu.

Ef veður verður vont verður aftur reynt á miðvikudag. Um 50% líkur eru á að af skotinu verði í nótt.

Geimfararnir fjórir munu dvelja fjóra mánuði á geimstöðinni en þar eru þrír fyrir.


Tengdar fréttir

SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða.

Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa

Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×