Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 19:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Fram hefur komið að sóttvarnarnlæknir ætli líklega að leggja til við heilbrigðisráðherra að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember og geta farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. Hann hefur hins vegar ekki ennþá skilað heilbrigðisráðherra tillögum um næstu aðgerðir á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm „Það eru bara að vinna að því að gera tillögur og skoða málið frá mörgum hliðum. Þessi hagræni hópur er búinn að skila af sér svo eru aðrir hópar. Ég á svo eftir að koma með aðrar tillögur sjálfur til heilbrigðisráðherra,“ segir Þórólfur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum Víglínunni í dag að einungis þrjú prósent þeirra sem koma til landsins velji að fara í 14 daga sóttkví í stað skimunnar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina.Það skiptir miklu máli að fyrir 1. desember getum við séð lengra fram í tímann varðandi ráðstafanir á landamærum. Það þarf að vera einhver fyrirsjáanleiki fyrir næsta sumar. Við erum að skoða ýmsa valkosti. Þær lausnir sem við getum séð til lengri tíma er að skimunarpróf erlendis frá verði gilt hér innan tiltekins tíma og fólk fari svo aftur í skimun en þó er óeðlilegt að slík ráðstöfun það taki gildi 1. desember,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. Fram hefur komið að sóttvarnarnlæknir ætli líklega að leggja til við heilbrigðisráðherra að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember og geta farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. Hann hefur hins vegar ekki ennþá skilað heilbrigðisráðherra tillögum um næstu aðgerðir á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm „Það eru bara að vinna að því að gera tillögur og skoða málið frá mörgum hliðum. Þessi hagræni hópur er búinn að skila af sér svo eru aðrir hópar. Ég á svo eftir að koma með aðrar tillögur sjálfur til heilbrigðisráðherra,“ segir Þórólfur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum Víglínunni í dag að einungis þrjú prósent þeirra sem koma til landsins velji að fara í 14 daga sóttkví í stað skimunnar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina.Það skiptir miklu máli að fyrir 1. desember getum við séð lengra fram í tímann varðandi ráðstafanir á landamærum. Það þarf að vera einhver fyrirsjáanleiki fyrir næsta sumar. Við erum að skoða ýmsa valkosti. Þær lausnir sem við getum séð til lengri tíma er að skimunarpróf erlendis frá verði gilt hér innan tiltekins tíma og fólk fari svo aftur í skimun en þó er óeðlilegt að slík ráðstöfun það taki gildi 1. desember,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02
Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. 9. nóvember 2020 08:00