Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 08:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira