Brenna heimili sín og flytja grafir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:37 Armenar minnast fallinna hermanna. epa/Hayk Baghdasaryan Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. Að minnsta kosti sex hús stóðu í ljósum logum í þorpinu Charektar í morgun og lagði þykkan reyk yfir dalinn. „Þetta er húsið mitt, ég skil það ekki eftir fyrir Tyrkina,“ sagði einn íbúa en Armenar tala oft um Asera sem Tyrki. „Allir ætla að brenna húsin sín í dag... við höfum til miðnættis til að flýja.“ Þá sagði íbúinn fjölskyldu sína einnig hafa flutt grafir ástvina, þar sem Aserarnir myndu skemmta sér við að vinna á þeim skemmdir. Í gær voru að minnsta kosti tíu hús brennd til grunna í og umhverfis Charektar. Samkvæmt vopnahléssamkomulaginu mun Armenía skila Kalbajar og Aghdam fyrir 20. nóvember og Lachin fyrir 1. desember. Svæðin hafa verið undir stjórn Armeníu frá því í stríðinu á 10. áratug síðustu aldar. Tíu þúsund létu lífið í stríðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum frá stjórnvöldum í Armeníu létu 2.317 hermenn lífið í átökunum sem brutust út í september sl. og stóðu í sex vikur. Stjórnvöld í Aserbaídjan hafa ekki gefið upp fjölda látinna. Guardian sagði frá. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05 Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. Að minnsta kosti sex hús stóðu í ljósum logum í þorpinu Charektar í morgun og lagði þykkan reyk yfir dalinn. „Þetta er húsið mitt, ég skil það ekki eftir fyrir Tyrkina,“ sagði einn íbúa en Armenar tala oft um Asera sem Tyrki. „Allir ætla að brenna húsin sín í dag... við höfum til miðnættis til að flýja.“ Þá sagði íbúinn fjölskyldu sína einnig hafa flutt grafir ástvina, þar sem Aserarnir myndu skemmta sér við að vinna á þeim skemmdir. Í gær voru að minnsta kosti tíu hús brennd til grunna í og umhverfis Charektar. Samkvæmt vopnahléssamkomulaginu mun Armenía skila Kalbajar og Aghdam fyrir 20. nóvember og Lachin fyrir 1. desember. Svæðin hafa verið undir stjórn Armeníu frá því í stríðinu á 10. áratug síðustu aldar. Tíu þúsund létu lífið í stríðinu. Samkvæmt uppfærðum tölum frá stjórnvöldum í Armeníu létu 2.317 hermenn lífið í átökunum sem brutust út í september sl. og stóðu í sex vikur. Stjórnvöld í Aserbaídjan hafa ekki gefið upp fjölda látinna. Guardian sagði frá.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57 Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05 Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér. 12. nóvember 2020 06:57
Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. 10. nóvember 2020 15:05
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22