Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2020 13:13 Landsbankahúsið á Selfossi, sem hefur verið sett á sölu. Húsið þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert. Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Árborg gagnrýnir Landsbankann fyrir að vera búin að setja útibú bankans á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn auglýsti nýlega húsið sitt við Austurveg 20 á Selfossi til sölu en húsið var byggt á árunum 1949-1953 og hefur löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. Landsbankahúsið á Selfossi er byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, auk 77 fermetra bílskúrs og 7.300 fermetra lóða. Brunabótamat hússins er rúmlega 450 milljónir króna og fasteignamatið rúmlega 200 milljónir króna. Á heimaíðu bankans kemur fram að breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú minna húsnæði undir starfsemi sína, en starfsemin verði í húsinu þar til að starfsemi bankans getur hafist á nýjum stað á Selfossi en líklegt þykir að bankinn flyti starfsemi sína í nýja miðbæinn, sem er verið að byggja á Selfossi. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Árborg er ósáttur við þá ákvörðun Landsbankans að vilja selja húsið á Selfossi. „Þetta er glæsilegasta húsið á Suðurlandi og það eru reyndar mörg tækifæri, sem felast í þessu húsi og einhverjir vilja meina það að höfuðstöðvar Landsbankans ættu bara að vera hér á Selfossi í staðinn fyrri það að vera að eyða milljörðum króna í byggingu í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Tómas Ellert og bætir við. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem á sæti í meirihluta bæjarstjórnar.Einkasafn „Ég hefði helst viljað sjá að ríkisstjórnin gerði nú alvöru úr sínum hugmyndum varðandi störf án staðsetningar og kæmi upp einskonar staðarráðuneyti þannig að hluti af störfunum í ráðuneytunum í Reykjavík myndu færast austur fyrir fjall. Eins og við vitum þá starfa um tuttugu prósent af vinnuaflinu hér á Selfossi í Reykjavík og mikið af því fólki er háskólamenntað fólk.“ En kemur til greina að Sveitarfélagið Árborg kaupi Landsbankahúsið á Selfossi? „Ég veit það ekki, það er þá spurning hvaða hlutverk það ætti að gegna hjá sveitarfélaginu. Það eru náttúrlega ýmis tækifæri sem felast bæði í húsnæðinu og sérstaklega baklóðinni fyrir sveitarfélagið undir ýmiskonar starfsemi. Við erum að skoða þetta mál og fylgjast með hvernig því mun framvinda,“ segir Tómas Ellert.
Árborg Íslenskir bankar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira