Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 09:55 Landakot. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira