Mikilvægt að Íslendingar standi saman Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 09:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00
Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25