Fótbolti

Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominik Szoboszlai, fagnar hér sigurmarkinu á móti Íslandi í gær
Dominik Szoboszlai, fagnar hér sigurmarkinu á móti Íslandi í gær AP/Tibor Illyes

Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja í Búdapest í gærkvöldi en einstaklingsframtak hans sá til þess að Ungverjar spila á EM alls staðar en ekki við Íslendingar. Það leit þó út fyrir það um tíma að hann myndi ekki spila þennan leik.

Sex leikmenn Salzburg höfðu fengið jákvæða niðurstöður úr kórónveiruprófi hjá Salzburg og eftir það voru allir leikmenn liðsins settir í sóttkví. Leikmennirnir voru hins vegar prófaðir aftur og þá kom í ljós að leikmennirnir væru ekki smitaðir.

Mánuði fyrr hafði Salzburg neitað að hleypa leikmönnum í landsliðsverkefni vegna smits í leikmannahópnum. Szoboszlai missti því af undanúrslitaleiknum við Búlgaríu í EM-umspilinu.

Hann fékk aftur á móti að koma í þennan leik og Ungverjar geta nú þakkað örlögunum fyrir það.

Szoboszlai stóð undir nafni og skoraði glæsilegt sigurmark en fyrr í leiknum munaði ekki miklu að hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Það er enginn vafi að þarna er frábær spyrnumaður á ferðinni.

Dominik Szoboszlai hefur verið að gera frábæra hluti hjá austurríska félaginu Red Bull Salzburg og var meðal annars kosinn leikmaður ársins í austurrísku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið með 9 mörk og 14 stoðsendingar í 27 leikjum.

Szoboszlai er enn bara tvítugur og á framtíðina heldur betur fyrir sér. Spænska blaðið AS slær því upp í dag að Real Madrid hafi nú áhuga á stráknum. Samningur Szoboszlai við Red Bull Salzburg rennur út sumarið 2022.

Fulltrúar Real Madrid eru þar sagðir vera að fylgjast með stráknum en það er ljóst að hann lækkaði ekki verði við það að skjóta ungverska landsliðinu á EM.

Í frétt AS segir að fleiri stórlið hafi áhuga á honum og að Mikel Artea hjá Arsenal sé þannig hrifinn af stráknum. Það er líka vitað af áhuga frá AC Milan og Leipzig.


Tengdar fréttir

Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra

Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila.

„Ég er að koma“

Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað úrslitaleikinn gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×