„Ég er að koma“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 07:30 Dominik Szoboszlai, fyrir miðju, missti af síðustu landsleikjum Ungverjalands vegna meints kórónuveirusmits í herbúðum Red Bull Salzburg. Getty/Roland Krivec Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59
5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00