Fótbolti

Svona eru riðlarnir á EM | Tvær þjóðir með í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Ungverjar komust á EM annað skiptið í röð og leika þar tvo leiki á heimavelli.
Ungverjar komust á EM annað skiptið í röð og leika þar tvo leiki á heimavelli. Getty/Laszlo Szirtesi

Dregið var í riðla fyrir EM karla í fótbolta fyrir ári síðan en það varð ekki endanlega ljóst fyrr en í gærkvöld hvaða 24 lið yrðu með á mótinu.

Ungverjaland, nýliðar Norður-Makedóníu, Skotland og Slóvakía hrepptu síðustu sætin á mótinu. Enn er áætlað að mótið fari fram í 12 löndum en kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega breytt því.

Svona líta riðlarnir út:

A-riðill: Tyrkland, Ítalía, Wales, Sviss

B-riðill: Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland

C-riðill: Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía

D-riðill: England, Króatía, Skotland, Tékkland

E-riðill: Spánn, Svíþjóð, Pólland, Slóvakía

F-riðill: Ungverjaland, Portúgal, Frakkland, Þýskaland

Ísland þreytti frumraun sína á EM fyrir fjórum árum en verður ekki með næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi sem fer í algjöran dauðariðil. 

Tveir nýliðar verða á mótinu næsta sumar, Finnland og Norður-Makedónía sem komst áfram með 1-0 sigri á Georgíu í gær. Þessum tímamótasigri var vel fagnað, jafnvel á blaðamannafundi eftir leik.

Segja má að Norður-Makedónía hafi farið auðveldustu leiðina af þeim sem komust á mótið en liðið komst þangað með því að vinna sinn riðil í D-deild Þjóðadeildarinnar (þar voru einnig Armenía, Gíbraltar og Liechtenstein), og svo Kósóvó og Georgíu í umspili. UEFA fléttaði nefnilega Þjóðadeildina þannig inn í undankeppni EM að hið minnsta eitt lið úr hverri deild Þjóðadeildar kæmist á mótið, og því komst þangað lið úr neðstu deildinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.