Innlent

Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins bárust Barnavernd Reykjavíkur tæplega fjögur þúsund og fjögur hundruð tilkynningar vegna barnaverndarmála. Það er um tíu prósent meira en allt árið í fyrra. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að tilkynningum hafi fjölgað bæði í fyrri bylgju faraldursins og þeirri þriðju.

Tilkynningum hefur fjölgað mikið á milli ára.Grafík/Hafsteinn

„Ég held að aukningin sé í fyrsta lagi það að það er verið að leggja áherslu á að við séum að fylgjast með börnunum og stöðu barnanna, líðan barnanna. Aukningin er líka náttúrulega þetta ástand sem við erum í sem er covid-ástandið og þær breytingar sem hafa orðið á umhverfi barnanna. Þetta hefur sett svona meira rót á börnin og kannski aukið öryggisleysið,“ segir Hákon.

Hann segir heimilisofbeldismálum hafa fjölgað þar sem börn eru og tilkynningum um áfengis- og vímuefnaneyslu verðandi mæðra. Þá séu vísbendingar um aukna áhættuhegðun barna.

„Við erum að sjá aukningu í ofbeldi sem að börn eru að beita. Við erum að sjá aukningu líka í afbrotum, þar sem að börn eru þátttakendur í afbrotum. Þetta rót sem að veldur ákveðnu óöryggi, það er að leiða til þess að það er ekki sama taumhald sem að hefði þurft að vera undir eðlilegum kringumstæðum.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.