Innlent

Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi

Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Í dagbók lögreglu kom fram að fjórar líkamsárásir hefðu verið tilkynntar til lögreglu. Í einni þeirra þurfti að flytja fórnarlamb á sjúkrahús. 

Ásgeir segir öll málin fjögur vera flokkast undir heimilisofbeldi og eru á frumstigi rannsóknar.

 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrr í mánuðinum að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×