Innlent

Ekki hefur greinst riða á fleiri bæjum

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir hefur staðið í ströngu síðustu daga og vikur.
Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir hefur staðið í ströngu síðustu daga og vikur. Vísir/Tryggvi

Ekki hafa komið upp tilfelli riðu í sauðfé á fleiri bæjum í Skagafirði. Enn er þó verið að taka sýni í landshlutanum og raunar landinu öllu.

Þetta segir Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir í samtali við Vísi. „Stundum er það þannig að engar fréttir eru góðar fréttir.“

Vísir/Vilhelm

Hann segir að alltaf sé verið að fá niðurstöður úr sýnatökum. „Við erum að taka sýni alla daga, líka burtséð frá þessu máli. Við höldum bara áfram okkar kortlagningu og eftirliti.“

Riða greindist í haust á fjórum bæjum í Skagafirði og hefur síðustu daga verið unnið að niðurskurði og urðun fjársins.

Einhver hluti var sendur til brennslustöðvar Kölku í Helguvík á Reykjanesi, en undanþága var svo veitt til að notast við aflagðan urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði.

Heildarfjöldi fjár sem þarf að farga vegna riðunnar er um þrjú þúsund.


Tengdar fréttir

Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin.

Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði

Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.