Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2020 12:56 Kristján Þór Júlíusson hrósar öllum aðilum í riðumálinu sem hafi unnið vel í svo ömurlegu máli. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær. Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira