Ráðherra veitir undanþágu vegna urðunar fjár við Skarðsmóa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2020 14:33 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að förgun fjárins varði almannaheill. Því sé undanþágan veitt. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir aflagðan urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Þar stendur til að urða sauðfé frá búum í Tröllaskagahólfi vegna riðuveiki. Er það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að hröð förgun dýranna varði almannaheill og mæti því skilyrðum um undanþágu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Skagafirði og var um sjö hundrað fjár frá Stóru-Ökrum fellt í gær. Hræin voru sett í lekahelda gáma og hefur hluti verið sendur til brennslu í brennslustöð Kölku í Helguvík. „Við getum ekki tekið mikið magn í einu því við þurfum að blanda þetta með öðru rusli. Þetta er ekki efni sem brennur og þetta myndi taka langan tíma að brenna þessum þúsundum hræja,“ sagði Ingþór Karlsson, rekstrarstjóri brennslu hjá Kölku, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Nú hefur verið gefið grænt ljós á urðun við Skarðsmóa. Heildarfjöldi fjár sem þarf að farga er um þrjú þúsund. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að sá úrgangur sem talin er að mest áhætta stafi af varðandi riðusmit verði brennur. Þau dýrahræ sem ekki sé unnt að brenna verði urðuð undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Af því má ráða að eldri kindur og kindur sem hugsanlega hafa sýnt einkenni riðu verða send suður til brennslu. Lömb og yngri einstaklingar verða urðaðir fyrir norðan. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að urðun riðusmitaðs úrgangs falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Óheimilt sé að gefa út starfsleyfi til framkvæmdarinnar fyrr en mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Lög um mat á umhverfisáhrifum heimili hins vegar ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að undanþiggja tiltekna framkvæmd, mati á umhverfisáhrifum varði framkvæmdin almannaheill og/eða öryggi landsins. Í slíkum tilvikum skuli ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og aðgang almennings að þeim og kynna framkvæmdaaðila, leyfisveitendum og almenningi ástæður undanþágunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segist hafa aflað umsagnar Skipulagsstofnunar og tekið ákvörðun um að undanþiggja framkvæmdina lögum um mat á umhverfisáhrifum enda eru uppfyllt skilyrði laga um almannaheill. Aðgerðir í samræmi við lög um dýrasjúkdóma „Aðgerðir til að sporna gegn riðuveiki fela í sér aðgerðir í þágu almannahagsmuna og nauðsynlegt er að grípa til skjótra aðgerða. Aðgerðirnar eiga sér stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá liggur fyrir að kannaðir hafi verið aðrir möguleikar til að farga hinum sóttmengaða úrgangi sem ekki næst að brenna og koma ekki aðrir möguleikar til greina en urðun,“ segir á vef ráðuneytisins. Að mati ráðuneytisins getur útbreiðsla riðuveiki haft alvarlegar félagslegar og hagrænar afleiðingar í sveitum landsins. Er það því mat ráðuneytisins að skilyrði laga um mat á umhverfisáhrifum séu uppfyllt. Um sé að ræða framkvæmd sem varðar almannaheill og telja verður að markmiði framkvæmdarinnar verði ekki náð verði hún háð mati á umhverfisáhrifum, enda mikilvægt að hefta útbreiðslu veikinnar sem fyrst. Umhverfisáhrif urðunar í Skarðsmóum Notkun urðunarstaðarins við Skarðsmóa í Skagafirði var hætt árið 2012 og fyrir liggur lokunaráætlun frá þeim tíma. Þar er m.a. að finna lýsingu á staðháttum og hvernig staðið var að vöktun á meðan urðun fór fram. Þá er þar að finna niðurstöður vöktunar og mælinga á rekstrartíma sem og áætlun um vöktun og frágang eftir lokun. Að mati Skipulagsstofnunar eru umhverfisáhrif urðunar að Skarðsmóum mikið til þekkt, enda var þar starfræktur urðunarstaður til fjölda ára Í lokunarskýrslu urðunarstaðarins er fjallað um helstu umhverfisvandamál sem hafa komið upp. Einnig er þar gerð grein fyrir helstu niðurstöðum vöktunar frá rekstrartíma og eftir að urðun var hætt þar. Samkvæmt lokunaráætluninni er talið að um 250.000 tonn af úrgangi hafi verið urðuð á staðnum á tímabilinu 1987 til 2012 og að riðufé hafi áður verið urðað á svæðinu. Fram kemur að vöktun á rekstrartíma hefur ekki leitt í ljós nein sérstök neikvæð umhverfisáhrif sem taka þarf á við lokun urðunarstaðarins. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun fór sýnataka í Skarðsmóum síðast fram árið 2016 og niðurstöður hennar benda til að mengunar gæti ekki frá urðunarstaðnum. Riða í Skagafirði Skagafjörður Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin. 6. nóvember 2020 12:56 Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. 5. nóvember 2020 12:15 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir aflagðan urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Þar stendur til að urða sauðfé frá búum í Tröllaskagahólfi vegna riðuveiki. Er það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að hröð förgun dýranna varði almannaheill og mæti því skilyrðum um undanþágu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Skagafirði og var um sjö hundrað fjár frá Stóru-Ökrum fellt í gær. Hræin voru sett í lekahelda gáma og hefur hluti verið sendur til brennslu í brennslustöð Kölku í Helguvík. „Við getum ekki tekið mikið magn í einu því við þurfum að blanda þetta með öðru rusli. Þetta er ekki efni sem brennur og þetta myndi taka langan tíma að brenna þessum þúsundum hræja,“ sagði Ingþór Karlsson, rekstrarstjóri brennslu hjá Kölku, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Nú hefur verið gefið grænt ljós á urðun við Skarðsmóa. Heildarfjöldi fjár sem þarf að farga er um þrjú þúsund. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að sá úrgangur sem talin er að mest áhætta stafi af varðandi riðusmit verði brennur. Þau dýrahræ sem ekki sé unnt að brenna verði urðuð undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Af því má ráða að eldri kindur og kindur sem hugsanlega hafa sýnt einkenni riðu verða send suður til brennslu. Lömb og yngri einstaklingar verða urðaðir fyrir norðan. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að urðun riðusmitaðs úrgangs falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Óheimilt sé að gefa út starfsleyfi til framkvæmdarinnar fyrr en mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Lög um mat á umhverfisáhrifum heimili hins vegar ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að undanþiggja tiltekna framkvæmd, mati á umhverfisáhrifum varði framkvæmdin almannaheill og/eða öryggi landsins. Í slíkum tilvikum skuli ráðherra kveða á um hvaða gögnum skuli safnað um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og aðgang almennings að þeim og kynna framkvæmdaaðila, leyfisveitendum og almenningi ástæður undanþágunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segist hafa aflað umsagnar Skipulagsstofnunar og tekið ákvörðun um að undanþiggja framkvæmdina lögum um mat á umhverfisáhrifum enda eru uppfyllt skilyrði laga um almannaheill. Aðgerðir í samræmi við lög um dýrasjúkdóma „Aðgerðir til að sporna gegn riðuveiki fela í sér aðgerðir í þágu almannahagsmuna og nauðsynlegt er að grípa til skjótra aðgerða. Aðgerðirnar eiga sér stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá liggur fyrir að kannaðir hafi verið aðrir möguleikar til að farga hinum sóttmengaða úrgangi sem ekki næst að brenna og koma ekki aðrir möguleikar til greina en urðun,“ segir á vef ráðuneytisins. Að mati ráðuneytisins getur útbreiðsla riðuveiki haft alvarlegar félagslegar og hagrænar afleiðingar í sveitum landsins. Er það því mat ráðuneytisins að skilyrði laga um mat á umhverfisáhrifum séu uppfyllt. Um sé að ræða framkvæmd sem varðar almannaheill og telja verður að markmiði framkvæmdarinnar verði ekki náð verði hún háð mati á umhverfisáhrifum, enda mikilvægt að hefta útbreiðslu veikinnar sem fyrst. Umhverfisáhrif urðunar í Skarðsmóum Notkun urðunarstaðarins við Skarðsmóa í Skagafirði var hætt árið 2012 og fyrir liggur lokunaráætlun frá þeim tíma. Þar er m.a. að finna lýsingu á staðháttum og hvernig staðið var að vöktun á meðan urðun fór fram. Þá er þar að finna niðurstöður vöktunar og mælinga á rekstrartíma sem og áætlun um vöktun og frágang eftir lokun. Að mati Skipulagsstofnunar eru umhverfisáhrif urðunar að Skarðsmóum mikið til þekkt, enda var þar starfræktur urðunarstaður til fjölda ára Í lokunarskýrslu urðunarstaðarins er fjallað um helstu umhverfisvandamál sem hafa komið upp. Einnig er þar gerð grein fyrir helstu niðurstöðum vöktunar frá rekstrartíma og eftir að urðun var hætt þar. Samkvæmt lokunaráætluninni er talið að um 250.000 tonn af úrgangi hafi verið urðuð á staðnum á tímabilinu 1987 til 2012 og að riðufé hafi áður verið urðað á svæðinu. Fram kemur að vöktun á rekstrartíma hefur ekki leitt í ljós nein sérstök neikvæð umhverfisáhrif sem taka þarf á við lokun urðunarstaðarins. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun fór sýnataka í Skarðsmóum síðast fram árið 2016 og niðurstöður hennar benda til að mengunar gæti ekki frá urðunarstaðnum.
Riða í Skagafirði Skagafjörður Umhverfismál Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin. 6. nóvember 2020 12:56 Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. 5. nóvember 2020 12:15 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin. 6. nóvember 2020 12:56
Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. 5. nóvember 2020 12:15
Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43