Fótbolti

Finn­land lagði heims­meistarana á úti­velli | Bats­huayi sá um Sviss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Forss fagnar marki sínu í kvöld.
Marcus Forss fagnar marki sínu í kvöld. @brfootball

Mikill fjöldi af æfingaleikjum fór fram í kvöld. Ótrúlegustu úrslit síðari ára eru 2-0 útisigur Finnlands gegn heimsmeisturum Frakka. Þá vann Belgía 2-1 sigur á Sviss og Þýskaland marði Tékkland með einu marki gegn engu.

Ótrúlegir hlutir áttu sér stað í París í kvöld. Á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik skoruðu Finnar tvívegis og leiddu 2-0 í hálfleik. Marcus Forss kom Finnum yfir á 28. mínútu og Onni Johannes Simonpoika Valakari bætti öðru marki Finna við þremur mínútum síðar.

Frakkar stilltu upp mjög sterku liði í kvöld. Voru þeir Clement Lenglet, Kurt Zouma, Lucas Digne, Paul Pogba, Moussa Sissoko, Marcus Thuram, Oliver Giroud og Wissam Ben Yedder allir í byrjunarliðinu.

Anthony Martial, Antoine Griezmann og N‘Golo Kante komu inn af bekknum á 57. mínútu en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-0 Finnum í vil.

Admir Mehmedi kom Sviss nokkuð óvænt yfir á útivelli gegn Belgíu í kvöld. Var það eina mark fyrri hálfleiksins. Michy Batshuayi – sem elskar að skora gegn Íslandi – jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Youri Tielemans.

Batshuayi var svo aftur á ferðinni á ferðinni á 70. mínútu og tryggði Belgum 2-1 sigur.

Belgar eru með Íslendingum í riðli í Þjóðadeildinni og mæta Englandi þann 15. nóvember og svo Danmörku þremur dögum síðar.

Þýskaland marði 1-0 sigur á Tékklandi í kvöld þökk sé marki Luca Waldschmidt, leikmanni Benfica, á 13. mínútu leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×