Ramos jafnaði met Buffon | Varnarmaður Man City fór meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:46 Ramos kom inn af bekknum í kvöld og jafnaði met Buffon. Jose Breton/Getty Images Holland og Spánn mættust í æfingaleik í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Donny van de Beek, leikmaður Manchester United, skoraði mark Hollendinga. Nágrannar og erkifjendur United í Manchester City hafa hins vegar litla ástæðu til að fagna en Nathan Aké, varnarmaður liðsins, haltraði af velli eftir aðeins sex mínútna leik. Í hans stað kom Daley Blind, fyrrum leikmaður Man United. Manchester City s Nathan Ake exits Netherlands game against Spain with an apparent hamstring injury pic.twitter.com/GEqIrgNDtT— B/R Football (@brfootball) November 11, 2020 Sergio Canales kom Spánverjum yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Álvaro Morata, leikmanni Juventus. Tíu mínútum síðar urðu Spánverjar fyrir áfalli þegar vinstri bakvörðurinn José Gayà fór meiddur af velli. Í hans stað kom Sergio Reguilón, leikmaður Tottenham Hotspur. Var mark Canales eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 gestunum í vil. Donny van de Beek jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1 hjá þessum miklu knattspyrnuþjóðum. Hollendingar hafa ekki enn unnið síðan Frank de Boer tók við stjórn liðsins. Sergio Ramos makes his 176th Spain appearance. He s now level with Gianluigi Buffon for most appearances for a European nation pic.twitter.com/5e1KhaooZl— B/R Football (@brfootball) November 11, 2020 Sergio Ramos - miðvörður Real Madrid - kom inn af varamannabekk Spánar þegar fimm mínútur voru eftir. Jafnaði hann þar með met ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon yfir flesta landsleiki fyrir Evrópuþjóð. Hafa þeir báðir leikið 176 landsleiki á ferlinum. Fótbolti Tengdar fréttir Vængbrotið lið Dana vann Svía Danmörk lagði Svíþjóð er þau mættust í æfingaleik í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0 vængbrotnu liði Danmerkur í vil. 11. nóvember 2020 20:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Holland og Spánn mættust í æfingaleik í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Donny van de Beek, leikmaður Manchester United, skoraði mark Hollendinga. Nágrannar og erkifjendur United í Manchester City hafa hins vegar litla ástæðu til að fagna en Nathan Aké, varnarmaður liðsins, haltraði af velli eftir aðeins sex mínútna leik. Í hans stað kom Daley Blind, fyrrum leikmaður Man United. Manchester City s Nathan Ake exits Netherlands game against Spain with an apparent hamstring injury pic.twitter.com/GEqIrgNDtT— B/R Football (@brfootball) November 11, 2020 Sergio Canales kom Spánverjum yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Álvaro Morata, leikmanni Juventus. Tíu mínútum síðar urðu Spánverjar fyrir áfalli þegar vinstri bakvörðurinn José Gayà fór meiddur af velli. Í hans stað kom Sergio Reguilón, leikmaður Tottenham Hotspur. Var mark Canales eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 gestunum í vil. Donny van de Beek jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1 hjá þessum miklu knattspyrnuþjóðum. Hollendingar hafa ekki enn unnið síðan Frank de Boer tók við stjórn liðsins. Sergio Ramos makes his 176th Spain appearance. He s now level with Gianluigi Buffon for most appearances for a European nation pic.twitter.com/5e1KhaooZl— B/R Football (@brfootball) November 11, 2020 Sergio Ramos - miðvörður Real Madrid - kom inn af varamannabekk Spánar þegar fimm mínútur voru eftir. Jafnaði hann þar með met ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon yfir flesta landsleiki fyrir Evrópuþjóð. Hafa þeir báðir leikið 176 landsleiki á ferlinum.
Fótbolti Tengdar fréttir Vængbrotið lið Dana vann Svía Danmörk lagði Svíþjóð er þau mættust í æfingaleik í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0 vængbrotnu liði Danmerkur í vil. 11. nóvember 2020 20:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Vængbrotið lið Dana vann Svía Danmörk lagði Svíþjóð er þau mættust í æfingaleik í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0 vængbrotnu liði Danmerkur í vil. 11. nóvember 2020 20:31