Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 18:41 Logi Einarsson, Samfylkingarinnar, óttast að Sjálfstæðismenn muni nýta krepputíma og hefja umfangsmikla sölu á ríkiseignum. Vísir/anton Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira