Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira