Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 11. nóvember 2020 16:01 Heilbrigðisstarfsfólk sem er í mikilli smithættu er ætíð efst á forgangslista í bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir, sem eru mismunandi eftir því hvernig staðan er á faraldrinum hverju sinni. Heilbrigðisstarfsmenn sem teljast í mikilli smithættu eru efstir á forgangslistanum í öllum tilfellum. Miklar vendingar hafa orðið í bóluefnismálum í vikunni. Lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti í fyrradag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 90 prósent vörn gegn veirunni. Efnið virðist öruggt og vonir eru bundnar við að hægt verði að gefa fyrstu skammtana strax um áramótin. Ítarlegar leiðbeiningar WHO En hverjir munu fá bóluefni fyrst? Framlínustarfsfólk og fólk í áhættuhópum vegna undirliggjandi sjúkdóma hefur hingað til helst verið nefnt til sögunnar í þeim efnum. Fleiri starfsstéttir og áhættuhópar ættu þó einnig að njóta forgangs í bólusetningu, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í leiðarvísi WHO sem birtur var í október má finna afar ítarlegar leiðbeiningar um ýmsa þætti bólusetningar fyrir veirunni, sem mælt er með að ríki styðjist við þegar öruggt bóluefni hefur litið dagsins ljós. Áréttað er að enn sé ekkert bóluefni komið fram sem hægt sé að mæla með til notkunar á þeim tíma sem leiðarvísirinn var ritaður, 7. október síðastliðinn – og sú staða er óbreytt nú. Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Þá leggur stofnunin áherslu á að skjalið beri einungis að nota til skipulagningar. WHO setur forgangsröðun sína jafnframt fram að því gefnu að bóluefnið sem notað er hafi öll tilskilin leyfi og uppfylli lágmarkskröfur. Stofnunin miðar forgangsröðun sína við þrjár sviðsmyndir: Í fyrsta lagi að samfélagssmit sé í gangi, í öðru lagi stöku smit eða hópsýkingar og í þriðja lagi ekkert smit. Sviðsmyndunum er svo skipt í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni er til ráðstöfunar: Stig I: Mjög takmarkað, skammtar til fyrir 1-10% þjóðar Stig II: Takmarkað, skammtar til fyrir 11-20% þjóðar Stig III: Í meðallagi, skammtar til fyrir 21-50% þjóðar Fyrsta sviðsmynd Lítum nú á forgangsröðun sem WHO leggur til miðað við fyrstu sviðsmyndina, þ.e. þegar miðað er við samfélagssmit. Stig I: Heilbrigðisstarfsmenn sem eru í mikilli eða mjög mikilli smithættu. Fólk sem skilgreint er í áhættuhópi vegna aldurs. Aldursviðmiðið skuli hvert ríki ákveða fyrir sig. Stig II: Eldri einstaklingar sem ekki falla undir áðurnefnda hópinn. Einstaklingar sem teljast í áhættuhópi með tilliti til alvarlegra sjúkdóma eða dauða, vegna undirliggjandi sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu eða annarra kvilla. Þjóðfélagshópar sem teljast í áhættuhópi með tilliti til alvarlegra sjúkdóma eða dauða, til dæmis hópar sem mismunað er vegna kynþáttar, kyns, trúar eða kynferðis; fatlað fólk, sárafátækt fólk, heimilislausir og flóttamenn. Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna bólusetningum. Kennarar og starfsfólk skóla sem teljast framlínustarfsmenn, til dæmis leikskólakennarar og kennarar barna sem erfitt er að kenna í fjarkennslu eða að uppfylltum fjarlægðarmörkum. Stig III: Aðrir kennarar og starfsfólk skóla. Aðrir framlínustarfsmenn utan heilbrigðisstétta, til dæmis lögreglumenn og starfsmenn í matvælaiðnaði. Ófrískar konur. Heilbrigðisstarfsfólk sem telst í lítilli til miðlungs smithættu. Starfsmenn við framleiðslu á bóluefni. Þjóðfélagshópar og starfsstéttir sem lifa eða starfa þar sem erfitt getur verið að halda fjarlægðarmörk og teljast þannig í meiri smithættu en aðrir, til dæmis fangar, íbúar á heimavistum og í fátækrahverfum, heimilislausir. Þessa hópa skilgreini hvert ríki fyrir sig. „Framlínuferðalangar“ efstir á lista Forgangsröðunin er afar svipuð í annarri sviðsmyndinni, þ.e. þar sem búið er við stöku smit eða hópsýkingar. Þar er til dæmis miðað við sömu tvo hópana á stigi I og í fyrstu sviðsmyndinni. Eini munurinn lýtur að því að einblínt verði á þessa hópa á skilgreindum áhættusvæðum, þ.e. þar sem smit er mikið eða gert er ráð fyrir að verði mikið. Einnig er miðað við að geyma þurfi neyðarforða af bóluefninu strax á stigi I, ef ske kynni að upp komi alvarleg hópsýking. Forgangsröðun þriðju sviðsmyndarinnar, þar sem miðað er við engin smit, er nokkuð frábrugðin hinum tveimur. Þar er enda aðallega horft til þess að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið. Enn eru heilbrigðisstarfsmenn í mikilli smithættu efstir á forgangslistanum en með þeim á stigi I eru „framlínuferðalangar“ (e. essential travellers), sem eiga á hættu að smitast í útlöndum og bera veiruna inn í landið, til dæmis námsmenn, farandverkamenn, fólk í viðskiptaerindum og hjálparstarfsmenn. Því er beint til hvers ríkis fyrir sig að skilgreina þessa „framlínuferðalanga“ sérstaklega. Efstir á forgangslistanum eru einnig starfsmenn við landamæraskimun og fólk sem sinnir „viðbragði við faraldrinum“. Þess má geta að fréttastofa spurði heilbrigðisráðherra hvort komið yrði á bólusetningarskyldu á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Ráðherra telur ólíklegt að sú leið verði farin. „Við erum þannig samfélag að við viljum byggja á hvatningu miklu frekar en skyldu," sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir, sem eru mismunandi eftir því hvernig staðan er á faraldrinum hverju sinni. Heilbrigðisstarfsmenn sem teljast í mikilli smithættu eru efstir á forgangslistanum í öllum tilfellum. Miklar vendingar hafa orðið í bóluefnismálum í vikunni. Lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti í fyrradag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 90 prósent vörn gegn veirunni. Efnið virðist öruggt og vonir eru bundnar við að hægt verði að gefa fyrstu skammtana strax um áramótin. Ítarlegar leiðbeiningar WHO En hverjir munu fá bóluefni fyrst? Framlínustarfsfólk og fólk í áhættuhópum vegna undirliggjandi sjúkdóma hefur hingað til helst verið nefnt til sögunnar í þeim efnum. Fleiri starfsstéttir og áhættuhópar ættu þó einnig að njóta forgangs í bólusetningu, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í leiðarvísi WHO sem birtur var í október má finna afar ítarlegar leiðbeiningar um ýmsa þætti bólusetningar fyrir veirunni, sem mælt er með að ríki styðjist við þegar öruggt bóluefni hefur litið dagsins ljós. Áréttað er að enn sé ekkert bóluefni komið fram sem hægt sé að mæla með til notkunar á þeim tíma sem leiðarvísirinn var ritaður, 7. október síðastliðinn – og sú staða er óbreytt nú. Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Þá leggur stofnunin áherslu á að skjalið beri einungis að nota til skipulagningar. WHO setur forgangsröðun sína jafnframt fram að því gefnu að bóluefnið sem notað er hafi öll tilskilin leyfi og uppfylli lágmarkskröfur. Stofnunin miðar forgangsröðun sína við þrjár sviðsmyndir: Í fyrsta lagi að samfélagssmit sé í gangi, í öðru lagi stöku smit eða hópsýkingar og í þriðja lagi ekkert smit. Sviðsmyndunum er svo skipt í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni er til ráðstöfunar: Stig I: Mjög takmarkað, skammtar til fyrir 1-10% þjóðar Stig II: Takmarkað, skammtar til fyrir 11-20% þjóðar Stig III: Í meðallagi, skammtar til fyrir 21-50% þjóðar Fyrsta sviðsmynd Lítum nú á forgangsröðun sem WHO leggur til miðað við fyrstu sviðsmyndina, þ.e. þegar miðað er við samfélagssmit. Stig I: Heilbrigðisstarfsmenn sem eru í mikilli eða mjög mikilli smithættu. Fólk sem skilgreint er í áhættuhópi vegna aldurs. Aldursviðmiðið skuli hvert ríki ákveða fyrir sig. Stig II: Eldri einstaklingar sem ekki falla undir áðurnefnda hópinn. Einstaklingar sem teljast í áhættuhópi með tilliti til alvarlegra sjúkdóma eða dauða, vegna undirliggjandi sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu eða annarra kvilla. Þjóðfélagshópar sem teljast í áhættuhópi með tilliti til alvarlegra sjúkdóma eða dauða, til dæmis hópar sem mismunað er vegna kynþáttar, kyns, trúar eða kynferðis; fatlað fólk, sárafátækt fólk, heimilislausir og flóttamenn. Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna bólusetningum. Kennarar og starfsfólk skóla sem teljast framlínustarfsmenn, til dæmis leikskólakennarar og kennarar barna sem erfitt er að kenna í fjarkennslu eða að uppfylltum fjarlægðarmörkum. Stig III: Aðrir kennarar og starfsfólk skóla. Aðrir framlínustarfsmenn utan heilbrigðisstétta, til dæmis lögreglumenn og starfsmenn í matvælaiðnaði. Ófrískar konur. Heilbrigðisstarfsfólk sem telst í lítilli til miðlungs smithættu. Starfsmenn við framleiðslu á bóluefni. Þjóðfélagshópar og starfsstéttir sem lifa eða starfa þar sem erfitt getur verið að halda fjarlægðarmörk og teljast þannig í meiri smithættu en aðrir, til dæmis fangar, íbúar á heimavistum og í fátækrahverfum, heimilislausir. Þessa hópa skilgreini hvert ríki fyrir sig. „Framlínuferðalangar“ efstir á lista Forgangsröðunin er afar svipuð í annarri sviðsmyndinni, þ.e. þar sem búið er við stöku smit eða hópsýkingar. Þar er til dæmis miðað við sömu tvo hópana á stigi I og í fyrstu sviðsmyndinni. Eini munurinn lýtur að því að einblínt verði á þessa hópa á skilgreindum áhættusvæðum, þ.e. þar sem smit er mikið eða gert er ráð fyrir að verði mikið. Einnig er miðað við að geyma þurfi neyðarforða af bóluefninu strax á stigi I, ef ske kynni að upp komi alvarleg hópsýking. Forgangsröðun þriðju sviðsmyndarinnar, þar sem miðað er við engin smit, er nokkuð frábrugðin hinum tveimur. Þar er enda aðallega horft til þess að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið. Enn eru heilbrigðisstarfsmenn í mikilli smithættu efstir á forgangslistanum en með þeim á stigi I eru „framlínuferðalangar“ (e. essential travellers), sem eiga á hættu að smitast í útlöndum og bera veiruna inn í landið, til dæmis námsmenn, farandverkamenn, fólk í viðskiptaerindum og hjálparstarfsmenn. Því er beint til hvers ríkis fyrir sig að skilgreina þessa „framlínuferðalanga“ sérstaklega. Efstir á forgangslistanum eru einnig starfsmenn við landamæraskimun og fólk sem sinnir „viðbragði við faraldrinum“. Þess má geta að fréttastofa spurði heilbrigðisráðherra hvort komið yrði á bólusetningarskyldu á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Ráðherra telur ólíklegt að sú leið verði farin. „Við erum þannig samfélag að við viljum byggja á hvatningu miklu frekar en skyldu," sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31