Ísak spáir ekkert í framtíðina núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson leikur sinn þriðja leik með U-21 árs landsliðinu í dag. vísir/vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira