„Ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Arnar Þór Viðarsson segir að framundan séu tveir úrslitaleikir hjá U-21 árs landsliðinu. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38